Um okkur

M A R I A

A R A C E L I

María er uppalin í Reykjavík, er ættuð frá Málaga á Spáni og er viðburðastjóri og leikkona að mennt. Hún hefur verið á sviði síðan hún var 9 ára, kennt dans í mörg ár en á fullorðinsárum fór hún að færa sig í leiklistina.

Skipulagning, framleiðsla, leiklist og listir eru hennar helstu áhugamál. Hún hefur framleitt auglýsingar á borð við ADHD (2021), Sigurhæðir (2021) & MFitness (2020). Einnig hefur hún framleitt tónlistarmyndbönd eins og SUN CITY (Naked 2020) & BOMARZ & Jon Bird (No String Puppet 2020).

Á meðan hún var í Kvikmyndaskólanum framleiddi hún fjöldann allann af stuttmyndum en meðal þeirra voru verðlaunamyndirnar Pabbi minn (2019) & Jökull (2020). María hefur leikið í stuttmyndum, leikritum, auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Síðasta uppsetning sem María tók þátt í var Nei Ráðherra í Leikfélagi Hveragerðis sem Örn Árnason leikstýrði.

María er með grunn í CVT, bardagalistum, trúðalist og talsetningu frá Stúdíó Sýrland.

María er einn af stofnendum Camera Rúllar, hefur gaman að því að tala við fólk í bransanum og leggur mikla áherslu á að allir geti komið sér á framfæri í listum.

maria-araceli.net

M A R Í A

S I G R Í Ð U R

María Sigríður, alltaf kölluð Maja, er stoltur Ísfirðingur og er leikkona að mennt frá Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig lærði hún leiklist í Rose Bruford Collage of Theatre and drama í London.

Maja byrjaði ung í götuleikhúsinu á Ísafirði og hefur ekki stoppað síðan. Hún tók þátt í fjölmörgum uppsetningum með Menntaskólanum á Ísafirði ásamt leikfélaginu sem starfar þar.

Maja hefur leikið í fjölmörgum stuttmyndum og leikverkum, en síðast var hún í uppsetningu Leikfélag Kópavogs, Rúi og Stúi í leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar.

Maja kom inn í hlaðvarpið sem aðstoðar-þáttastjórnandi í október 2021 og er nú einn af aðal þáttastjórnendum.

www.mariasigridur.com

B R Í E T

B I R G I S D Ó T T I R

Bríet er fædd og uppalin í Keflavík en búsett í Kópavogi með manninum sínum.

Bríet er menntaður snyrti- og naglafræðingur en er einnig Hússtjórnarskólagengin.

Bríeti hefur alltaf dreymt um að verða leikkona og er mikil kvikmynda- og tónlistaráhugakona. Hún hefur tekið þátt í framleiðslu á stuttmyndum fyrir útskriftarnema Kvikmyndaskólans, enda mjög skipulögð með mikið OCD.

Bríet er alltaf með eitthvað upp í erminni en er aðallega ennþá að bíða eftir svari frá Quentin Tarantino um bónorð sem hún bar honum fyrir mörgum árum síðan.

Bríet kom inn í hlaðvarpið sem aðstoðar-þáttastjórnandi í október 2021 og er nú einn af aðal þáttastjórnendum.

Design a site like this with WordPress.com
Get started